top of page
![](https://static.wixstatic.com/media/f3e5bb_fb7fa4dd4d8e499b810f7122440520f6~mv2.jpg/v1/fill/w_624,h_416,al_c,q_80,usm_0.66_1.00_0.01,enc_avif,quality_auto/f3e5bb_fb7fa4dd4d8e499b810f7122440520f6~mv2.jpg)
Hvíti dauði
sýning um sögu berklanna
Á Kristnesi var reist berklahæli árið 1927 en þá geysuðu berklar, lífshættulegur smitsjúkdómur og lagðist hann sér i lagi á ungt fólk sem var þá tekið úr umferð og einangrað á berklahælum. Engin lyf voru til við berklum og komu ekki á markað fyrr en um miðja öldina. Eina læknisráðið var að veita sjúklingum gott húsaskjól, næringarríkan mat og frískt loft. Dánartíðni var há og fólk sem lagðist á hælin átti ekki endilega von á því að útskrifast þaðan aftur. Á HÆLINU segjum við sögur af missi, sorg, einangrun og örvæntingu en ekki síður von, æðruleysi, lífsþorsta og rómantík.
bottom of page